Erlent

Blair sagður hætta næsta sumar

Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands og formaður Verkamannaflokksins.
Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands og formaður Verkamannaflokksins. MYND/AP

Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, mun segja af sér embætti næsta sumar að sögn heimildarmanna breska götublaðsins The Sun.

Að sögn blaðsins mun Blair hætta sem formaður Verkamannaflokksins 31. maí á næsta ári og segja af sér sem forsætisráðherra tæpum tveimur mánuðum síðar eða 26. júlí.

Mikið hefur verið rætt um framtíð Blair í breskum fjölmiðlum í dag eftir greint var frá því að margir þingmenn hefður krafið forsætisráðherrann um að tímasetja marboðað brotthvarf sitt.

Blaðið segir enfremur frá því að kjölfar afsagnar Blair úr formannsstól verði kosið um nýjan formann og það ferli takið tæpa tvo mánuði en þá muni Blair víkja úr Downing-stræti tíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×