Dauðastríð ástralska krókódílamannsins Steve Irwin var kvikmyndað og er spólan nú í höndum yfirvald í Queensland þar sem hann lést við köfun.
Þetta kom fram á blaðamannafundi í dag þar sem John Stainton, vinur Irwins og meðframleiðandi, og fulltrúi lögreglunnar í Queensland sátu fyrir svörum.
Irwin lést við köfun undan strönd Queensland í gær þegar skata stakk hann í hjartastað. Þar var verið að taka upp efni fyrir þátt um hættulegustu dýr í heimi og var myndavélin í gangi þegar Irwin var stunginn.
Stainton sagðist hafa séð upptökuna og að hún væri átakanleg. Hann sagði afar erfitt að horfa á hana þar sem maður sé í raun að horfa á Irwin deyja.
Hann segir upptökuna sýna þar sem skata kemur að Irwin og stingur hann. Lögreglan í Queensland hefur nú upptökuna undir höndum og verður hún notuð sem gagn réttarrannsókn á dauðsfallinu.