Erlent

Ritari Þjóðarflokksins vissi um innbrot flokksmanna

Lars Leijonborg, leiðtogi sænska Þjóðarflokksins, og Johan Jakobsson, ritari flokksins á blaðamannafundi.
Lars Leijonborg, leiðtogi sænska Þjóðarflokksins, og Johan Jakobsson, ritari flokksins á blaðamannafundi. Mynd/AP

Leiðtogi sænska Þjóðarflokksins, Lars Leijonborg, viðurkenndi í gærkvöld að hafa vitað af því á sunnudag að ritari flokksins hefði verið meðvitaður um innbrot flokksmanna inn á lokað netsvæði stjórnarflokks sósíaldemókratanna. Leijonborg hafði þangað til neitað að viðurkenna að vita af aðild ritarans í málinu en sá sagði af sér í gærkvöldi vegna ábyrgðar sinnar í málinu. Yngri flokksmenn Þjóðarflokksins hafa viðurkennt að hafa lesið trúnaðarskjöl sósíaldemókratanna inni á lokuðu vefsvæði þeirra eftir að hafa komist yfir aðgangsorð inn á svæðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×