Erlent

Búist við tilkynningu frá Blair eftir hádegið

Tony Blair mun láta af embætti sem forsætisráðherra og leiðtogi Verkamannaflokksins í Bretlandi innan árs og mun tilkynna um það eftir hádegi.

Þetta hefur Sky-sjónvarpsstöðin eftir háttsettum mönnum innan Verkamannaflokksins. Búist er við tilkynningunni milli klukkan eitt og tvö í dag að íslenskum tíma þegar hann heimsækir skóla í Lundúnum en ekki er reiknað með að að hann tilkynni nákvæmlega hvenær hann láti af embætti.

Óánægja með Blair hefur vaxið innan Verkamannaflokksins síðustu misseri, meðal annars vegna gengis flokksins í skoðanakönnunum, en Blair hefur verið forsætisráðherra í ríflega níu ár. Talið var að þrír menn myndu sækjast eftir að taka við af Blair, þeir Gordon Brown fjármálaráðherra, Allan Johnson menntamálaráðherra og David Miliband umhverfisráðherra en Miliband hefur sagt að Brown sé sá eini sem geti tekið við af Blair.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×