Schumacher verður með fulla einbeitingu 7. september 2006 21:30 Michael Schumacher og Fernando Alonso verða í eldlínunni á Ítalíu á sunnudaginn NordicPhotos/GettyImages Heimsmeistarinn Fernando Alonso hjá Renault segir að Michael Schumacher verði með 100% einbeitingu í Ítalíukappakstrinum á Monza á sunnudaginn, þó tilkynnt verði eftir keppnina hverjir ökumenn Ferrari verði á næsta keppnistímabili - en þá kemur formlega í ljós hvort hinn sigursæli Þjóðverji leggur stýrið á hilluna eða heldur áfram að keppa á næsta tímabili. "Michael mun verða með alla sína einbeitingu í keppninni, því hann er löngu búinn að gera það upp við sig hvort hann ætlar að halda áfram að keppa eða setjast í helgan stein," sagði Spánverjinn ungi. "Hann mun tilkynna ákvörðun sína á sunnudaginn og það mun ekki breyta einu eða neinu um frammistöðu hans um helgina eða það sem eftir lifir tímabils. Við viljum vinna - þeir vilja vinna - ákvörðun hans breytir engu," sagði Alonso, en hætt er við því að sjálfur kappaksturinn gæti á tíðum fallið í skuggann af ákvörðun Schumacher. Erlendar Formúla Íþróttir Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Heimsmeistarinn Fernando Alonso hjá Renault segir að Michael Schumacher verði með 100% einbeitingu í Ítalíukappakstrinum á Monza á sunnudaginn, þó tilkynnt verði eftir keppnina hverjir ökumenn Ferrari verði á næsta keppnistímabili - en þá kemur formlega í ljós hvort hinn sigursæli Þjóðverji leggur stýrið á hilluna eða heldur áfram að keppa á næsta tímabili. "Michael mun verða með alla sína einbeitingu í keppninni, því hann er löngu búinn að gera það upp við sig hvort hann ætlar að halda áfram að keppa eða setjast í helgan stein," sagði Spánverjinn ungi. "Hann mun tilkynna ákvörðun sína á sunnudaginn og það mun ekki breyta einu eða neinu um frammistöðu hans um helgina eða það sem eftir lifir tímabils. Við viljum vinna - þeir vilja vinna - ákvörðun hans breytir engu," sagði Alonso, en hætt er við því að sjálfur kappaksturinn gæti á tíðum fallið í skuggann af ákvörðun Schumacher.
Erlendar Formúla Íþróttir Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira