Viðskipti erlent

Nasdaq eykur við í LSE

Kauphöllin í Lundúnum í Bretlandi.
Kauphöllin í Lundúnum í Bretlandi. Mynd/AFP
Bandaríski hlutabréfamarkaðurinn Nasdaq hefur aukið við hlut sinn í Kauphöll Lundúna (LSE) í Bretlandi. Nasdaq, sem er stærsti hluthafi LSE átti fyrir 24,1 prósent í breska markaðnum en hefur með kaupum á 2,2 milljónum bréfa aukið hann í 25,1 prósent eða rétt rúman fjórðung.

Bandaríski markaðurinn hafði hug á að sameinast LSE í apríl á þessu ári og gerði 2,43 milljarða punda yfirtökutilboð í félagið. Í kjölfar þess að tilboðinu var ekki tekið keypti Nasdaq tæplega 15 prósent hlut í markaðnum hálfum mánuði síðar.

Nasdaq greiddi 1235,5 pens fyrir hlutinn. Gengi bréfa í LSE hækkaði vegna þessa um 1,5 prósent í dag og stendur nú í 1255,0 pensum á hlut.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×