Snúa við dómnum og dæma Bonnesen í fangelsi Atli Ísleifsson skrifar 10. september 2024 12:45 Birgitte Bonnesen var forstjóri Swedbank á árunum 2016 til 2019. EPA Dómstóll í Svíþjóð hefur snúið við sýknudómi yfir Birgitte Bonnesen, fyrrverandi forstjóra Swedbank, og dæmt hana í eins árs og þriggja mánaða fangelsi fyrir gróf fjársvik. Sænskir fjölmiðlar greina frá þessu í hádeginu, en málið snýr að röð ummæla sem Bonnesen lét falla á opinberum vettvangi á árunum 2018 til 2019. Ummælin sneru að stöðunni í bankanum á sama tíma og hann var sakaður um peningaþvætti í starfsemi bankans í útibúi í Eistlandi. Hin dansk-sænska Bonnesen var sýknuð af öllum ákæruliðum á neðra dómstigi í janúar á síðasta ári, en ákæruliðirnir sneru að grófum fjársvikum, markaðsmiðsnotkun og innherjasvik. Mat dómstóllinn þá að ummælin hefðu ekki verið nægilega skýr til að teljast brotleg. Millidómstóll sakfelldi hins vegar Bonnesen af ákæru um gróf fjársvik í dag en sýknaði hana af öðrum ákæruliðum. Þótti sannað að Bonnesen hafi látið villandi ummæli falla þegar hún ræddi við sænska fjölmiðla um stöðuna í bankanum í tengslum við árshlutauppgjör bankans síðla árs 2018. Þar sagði Bonnesen að alls engar grunsemdir væru um peningaþvætti í útibúi bankans í Eistlandi. Raunin var hins vegar allt önnur. Bonnesen, sem var forstjóri Swedbank á árunum 2016 til 2019. Málið þykir einstakt en Bonnesen er fyrsti fyrrverandi forstjóri sænsks stórbanka sem dreginn er fyrir dóm í marga áratugi. Peningaþvætti norrænna banka Svíþjóð Erlend sakamál Tengdar fréttir Fyrrverandi forstjóri Swedbank sýknaður Dómstóll í Svíþjóð hefur sýknað Birgitte Bonnesen, fyrrverandi forstjóra Swedbank, af ákæru um gróf fjársvik, innherjasvik og markaðsmisnotkun í tengslum við afhjúpun um stórfellt peningaþvætti í bankanum. 25. janúar 2023 12:57 Réttarhöld hefjast í máli Bonnesen Réttarhöld hefjast í dag í máli Birgitte Bonnesen, fyrrverandi forstjóra sænska stórbankans Swedbank, í Svíþjóð. Bonnesen er meðal annars ákærð fyrir gróf fjársvik og markaðsmisnotkun í tengslum við afhjúpun um stórfellt peningaþvætti í bankanum. 4. október 2022 08:03 Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Sænskir fjölmiðlar greina frá þessu í hádeginu, en málið snýr að röð ummæla sem Bonnesen lét falla á opinberum vettvangi á árunum 2018 til 2019. Ummælin sneru að stöðunni í bankanum á sama tíma og hann var sakaður um peningaþvætti í starfsemi bankans í útibúi í Eistlandi. Hin dansk-sænska Bonnesen var sýknuð af öllum ákæruliðum á neðra dómstigi í janúar á síðasta ári, en ákæruliðirnir sneru að grófum fjársvikum, markaðsmiðsnotkun og innherjasvik. Mat dómstóllinn þá að ummælin hefðu ekki verið nægilega skýr til að teljast brotleg. Millidómstóll sakfelldi hins vegar Bonnesen af ákæru um gróf fjársvik í dag en sýknaði hana af öðrum ákæruliðum. Þótti sannað að Bonnesen hafi látið villandi ummæli falla þegar hún ræddi við sænska fjölmiðla um stöðuna í bankanum í tengslum við árshlutauppgjör bankans síðla árs 2018. Þar sagði Bonnesen að alls engar grunsemdir væru um peningaþvætti í útibúi bankans í Eistlandi. Raunin var hins vegar allt önnur. Bonnesen, sem var forstjóri Swedbank á árunum 2016 til 2019. Málið þykir einstakt en Bonnesen er fyrsti fyrrverandi forstjóri sænsks stórbanka sem dreginn er fyrir dóm í marga áratugi.
Peningaþvætti norrænna banka Svíþjóð Erlend sakamál Tengdar fréttir Fyrrverandi forstjóri Swedbank sýknaður Dómstóll í Svíþjóð hefur sýknað Birgitte Bonnesen, fyrrverandi forstjóra Swedbank, af ákæru um gróf fjársvik, innherjasvik og markaðsmisnotkun í tengslum við afhjúpun um stórfellt peningaþvætti í bankanum. 25. janúar 2023 12:57 Réttarhöld hefjast í máli Bonnesen Réttarhöld hefjast í dag í máli Birgitte Bonnesen, fyrrverandi forstjóra sænska stórbankans Swedbank, í Svíþjóð. Bonnesen er meðal annars ákærð fyrir gróf fjársvik og markaðsmisnotkun í tengslum við afhjúpun um stórfellt peningaþvætti í bankanum. 4. október 2022 08:03 Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Fyrrverandi forstjóri Swedbank sýknaður Dómstóll í Svíþjóð hefur sýknað Birgitte Bonnesen, fyrrverandi forstjóra Swedbank, af ákæru um gróf fjársvik, innherjasvik og markaðsmisnotkun í tengslum við afhjúpun um stórfellt peningaþvætti í bankanum. 25. janúar 2023 12:57
Réttarhöld hefjast í máli Bonnesen Réttarhöld hefjast í dag í máli Birgitte Bonnesen, fyrrverandi forstjóra sænska stórbankans Swedbank, í Svíþjóð. Bonnesen er meðal annars ákærð fyrir gróf fjársvik og markaðsmisnotkun í tengslum við afhjúpun um stórfellt peningaþvætti í bankanum. 4. október 2022 08:03