Susan Wojcicki er látin Jón Þór Stefánsson skrifar 10. ágúst 2024 09:17 Susan Wojcicki var lykilkona á bak við bæði Google og YouTube. Getty Hin bandaríska Susan Wojcicki lést í gær, föstudag, 56 ára að aldri eftir tveggja ára baráttu við lungnakrabbamein. Eiginmaður hennar Dennis Troper greinir frá andlátinu á samfélagsmiðlum. Wojcicki hjálpaði Google að breytast úr sprotafyrirtæki sem var starfrækt úr bílskúrnum hennar yfir í risann sem það er í dag. „Hún á þátt í að leggja grunninn að sögu Google, og það er erfitt að ímynda sér heiminn án hennar,“ hefur New York Times eftir Sundar Pichai framkvæmdastjóra Google. Tveggja áratuga ferill hennar hjá Google hófst árið 1998 á heimili hennar í Kaliforníu en hún leigði stofnendum Google, Larry Page og Sergey Brin, bílskúrinn sinn á meðan þeir byggðu leitarvélina sem lagði grunninn að Google-veldinu. Hún var jafnframt einn af fyrstu starfsmönnum Google. Hún byrjaði á að sjá um markaðssetningu fyrirtækisins og kleif upp metorðastigann hjá fyrirtækinu og varð hæstráðandi kvenkyns starfsmaður Google. Árið 2014 varð Wojcicki forstjóri YouTube, sem Google hafði keypt árið 2006. Hún er sögð hafa umbylt auglýsingakerfi YouTube, en einnig komið að því að berjast gegn hatursorðræðu og upplýsingaóreiðu á miðlinum Hún hætti í því starfi í fyrra en var áfram í hlutverki ráðgjafa hjá Alphabet, móðurfyrirtæki Google. Andlát Samfélagsmiðlar Google Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Wojcicki hjálpaði Google að breytast úr sprotafyrirtæki sem var starfrækt úr bílskúrnum hennar yfir í risann sem það er í dag. „Hún á þátt í að leggja grunninn að sögu Google, og það er erfitt að ímynda sér heiminn án hennar,“ hefur New York Times eftir Sundar Pichai framkvæmdastjóra Google. Tveggja áratuga ferill hennar hjá Google hófst árið 1998 á heimili hennar í Kaliforníu en hún leigði stofnendum Google, Larry Page og Sergey Brin, bílskúrinn sinn á meðan þeir byggðu leitarvélina sem lagði grunninn að Google-veldinu. Hún var jafnframt einn af fyrstu starfsmönnum Google. Hún byrjaði á að sjá um markaðssetningu fyrirtækisins og kleif upp metorðastigann hjá fyrirtækinu og varð hæstráðandi kvenkyns starfsmaður Google. Árið 2014 varð Wojcicki forstjóri YouTube, sem Google hafði keypt árið 2006. Hún er sögð hafa umbylt auglýsingakerfi YouTube, en einnig komið að því að berjast gegn hatursorðræðu og upplýsingaóreiðu á miðlinum Hún hætti í því starfi í fyrra en var áfram í hlutverki ráðgjafa hjá Alphabet, móðurfyrirtæki Google.
Andlát Samfélagsmiðlar Google Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira