Gengi Icelandair hefur hækkað um 7,61 prósent á einum mánuði eftir mikla lækkun undanfarna mánuði. Gengið stendur nú í 0,99 krónum á hlut, sem er aðeins einum aur frá útboðsgengi árið 2020.
Gengi Play hefur einnig lækkað hressilega undanfarið og hefur ekki verið hærra síðan 9. þessa mánaðar og stendur nú í 1,7 krónum. Viðskipti með bréf Play voru þau heldur minni en með bréf Icelandair, upp á aðeins 763 þúsund krónur.
Gengi námafyrirtækisins Amaroq hækkaði einnig ágætlega í dag, um 2,73 prósent. Úrvalsvísitala Kauphallarinnar hækkaði um 0,35 prósent í dag.
Gengi hlutabréfa Eimskips lækkaði mest allra félaga í dag, um 3,39 prósent. Þar á eftir komu Skagi með lækkun upp á 2,11 prósent og Íslandsbanki upp á 1,4 prósent.