Zuckerberg harmar að hafa látið undan þrýstingi Bidens Jón Ísak Ragnarsson skrifar 27. ágúst 2024 18:47 Mark Zuckerberg er forstjóri Meta. AP Mark Zuckerberg forstjóri Meta segist sjá eftir því að hafa látið undan þrýstingi ríkisstjórnar Joe Biden um að ritskoða upplýsingar á samfélagsmiðlunum Facebook og Instagram. Efnið sem hann var beðinn um að fjarlægja voru það sem stjórnvöld kölluðu misvísandi upplýsingar um ýmislegt tengt Covid-19, og fréttir um upplýsingar á fartölvu Hunter Biden, sonar Joe Biden Bandaríkjaforseta. Þetta kemur fram í bréfi sem Zuckerberg sendi Bandaríkjaþingi. Þar kemur fram að ýmislegt efni tengt Covid-19 og bóluefnunum gegn veirunni hafi verið fjarlægt af Facebook og Instagram árið 2021 að beiðni stjórnvalda. Hvíta húsið kveðst hafa verið að grípa til aðgerða til að vernda heilsu almennings og almannahagsmuni í víðum skilningi. Í júlí 2021 sagði Joe Biden Bandaríkjaforseti að Facebook væri að drepa fólk með því að leyfa misvísandi upplýsingum um bóluefni gegn Covid-19 að flæða um miðilinn. Zuckerberg segir að ákvarðanirnar hafi verið teknar af fyrirtækinu sjálfu, en þrýstingurinn frá ríkisstjórninni hafi ekki verið af hinu góða. „Árið 2021 urðum við ítrekað fyrir þrýstingi frá ríkisstjórninni, Hvíta húsinu þar á meðal, um að fjarlægja ákveðið efni sem tengdist Covid-19, þar á meðal alls konar grín. Við urðum vör við mikla gremju frá þeim þegar við urðum ekki við þessu. Mér finnst að þessi þrýstingur frá ríkisstjórninni hafi ekki verið af hinu góða, og ég harma það að hafa ekki talað meira um það á sínum tíma. Við tókum ýmsar ákvarðanir sem við myndum ekki taka í dag, að teknu tilliti til nýrra upplýsinga og þess sem við vitum í dag,“ stendur í bréfi Zuckerbergs. Þaggaði niður í frétt um son Bidens Zuckerberg sagði einnig að Facebook hefði þaggað niður í umfjöllun um fartölvu Hunter Biden árið 2020. FBI hafði þá varað við því að sú umfjöllun væri „rússnesk upplýsingaóreiða.“ Fréttin var um að fartölva Hunters hefði verið skilin eftir á verkstæði í Delaware, og að þar hefðu fundist tölvupóstar sem gáfu til kynna að viðskiptahagsmunir hans hefðu haft áhrif á utanríkisstefnu Bandaríkjanna með einhverjum hætti, þegar Joe Biden faðir hans var varaforseti. Zuckerberg segir að fréttin hafi tímabundið verið fjarlægð af miðlum Meta, á meðan beðið væri niðurstaðna rannsóknar FBI um mögulega aðgerð rússneskra yfirvalda til að dreifa upplýsingaóreiðu. Fréttin reyndist svo ekki vera falsfrétt frá Rússlandi. „Eftir á að hyggja, hefðum við ekki átt að þagga niður í fréttinni,“ segir Zuckerberg. Meta Bandaríkin Joe Biden Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Viðskipti innlent Stefna að því að opna deiliþjónustu bílferða fljótlega Atvinnulíf Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Viðskipti innlent Verðbólga lækkar um 0,4 stig Viðskipti innlent Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma Viðskipti innlent Fleiri fréttir Volvo segir upp þrjú þúsund manns Fangelsisdómar yfir stjórnendum Volkswagen vegna útblásturshneykslis X-ið hans Musk virðist liggja niðri Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Íslenskt sund í New York Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Sjá meira
Þetta kemur fram í bréfi sem Zuckerberg sendi Bandaríkjaþingi. Þar kemur fram að ýmislegt efni tengt Covid-19 og bóluefnunum gegn veirunni hafi verið fjarlægt af Facebook og Instagram árið 2021 að beiðni stjórnvalda. Hvíta húsið kveðst hafa verið að grípa til aðgerða til að vernda heilsu almennings og almannahagsmuni í víðum skilningi. Í júlí 2021 sagði Joe Biden Bandaríkjaforseti að Facebook væri að drepa fólk með því að leyfa misvísandi upplýsingum um bóluefni gegn Covid-19 að flæða um miðilinn. Zuckerberg segir að ákvarðanirnar hafi verið teknar af fyrirtækinu sjálfu, en þrýstingurinn frá ríkisstjórninni hafi ekki verið af hinu góða. „Árið 2021 urðum við ítrekað fyrir þrýstingi frá ríkisstjórninni, Hvíta húsinu þar á meðal, um að fjarlægja ákveðið efni sem tengdist Covid-19, þar á meðal alls konar grín. Við urðum vör við mikla gremju frá þeim þegar við urðum ekki við þessu. Mér finnst að þessi þrýstingur frá ríkisstjórninni hafi ekki verið af hinu góða, og ég harma það að hafa ekki talað meira um það á sínum tíma. Við tókum ýmsar ákvarðanir sem við myndum ekki taka í dag, að teknu tilliti til nýrra upplýsinga og þess sem við vitum í dag,“ stendur í bréfi Zuckerbergs. Þaggaði niður í frétt um son Bidens Zuckerberg sagði einnig að Facebook hefði þaggað niður í umfjöllun um fartölvu Hunter Biden árið 2020. FBI hafði þá varað við því að sú umfjöllun væri „rússnesk upplýsingaóreiða.“ Fréttin var um að fartölva Hunters hefði verið skilin eftir á verkstæði í Delaware, og að þar hefðu fundist tölvupóstar sem gáfu til kynna að viðskiptahagsmunir hans hefðu haft áhrif á utanríkisstefnu Bandaríkjanna með einhverjum hætti, þegar Joe Biden faðir hans var varaforseti. Zuckerberg segir að fréttin hafi tímabundið verið fjarlægð af miðlum Meta, á meðan beðið væri niðurstaðna rannsóknar FBI um mögulega aðgerð rússneskra yfirvalda til að dreifa upplýsingaóreiðu. Fréttin reyndist svo ekki vera falsfrétt frá Rússlandi. „Eftir á að hyggja, hefðum við ekki átt að þagga niður í fréttinni,“ segir Zuckerberg.
Meta Bandaríkin Joe Biden Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Viðskipti innlent Stefna að því að opna deiliþjónustu bílferða fljótlega Atvinnulíf Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Viðskipti innlent Verðbólga lækkar um 0,4 stig Viðskipti innlent Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma Viðskipti innlent Fleiri fréttir Volvo segir upp þrjú þúsund manns Fangelsisdómar yfir stjórnendum Volkswagen vegna útblásturshneykslis X-ið hans Musk virðist liggja niðri Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Íslenskt sund í New York Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Sjá meira