Volvo heykist á algjörri rafvæðingu árið 2030 Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 5. september 2024 07:56 Svo virðist sem að það sé að hægjast á rafbílavæðingunni, ef marka má yfirlýsingar frá Volvo, GM og Ford. EPA-EFE/RUNGROJ YONGRIT Bílaframleiðandinn Volvo hefur nú dregið í land með þær áætlanir sínar að bjóða einungis upp á alrafdrifna bíla árið 2030. Þessar metnaðarfullu áætlanir voru kynntar fyrir þremur árum en nú segir fyrirtækið að markmiðið náist væntanlega ekki. Búist er við því að árið 2030 verði um níutíu prósent allra Volvo bíla sem renna nýjir af færibandinu rafdrifnir eða tengiltvinnbílar, en tíu prósent verði með svokölluðum hybrid vélum, sem nýta bæði rafmagn og jarðefnaeldsneyti. Ástæðan er fyrst og fremst sú staðreynd að dregið hefur úr eftirspurn eftir aldrafdrifnum bílum á stærstu mörkuðum Volvo og þá er einnig mikil óvissa uppi um tolla sem setja á á rafbíla frá Kína. Að auki hefur innviðauppbygging þegar kemur að hleðslustöðvum ekki gengið eins hratt og vonir stóðu til auk þess sem mörg ríki hafa dregið úr stuðningi til þeirra sem vilja kaupa rafbíl. Volvo er ekki fyrsti framleiðandinn sem dregur í land með þessa alrafdrifnu framtíðarsýn, en bílarisar á borð við Ford og GM hafa gert slíkt hið sama undanfarið. Bílar Vistvænir bílar Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Þessar metnaðarfullu áætlanir voru kynntar fyrir þremur árum en nú segir fyrirtækið að markmiðið náist væntanlega ekki. Búist er við því að árið 2030 verði um níutíu prósent allra Volvo bíla sem renna nýjir af færibandinu rafdrifnir eða tengiltvinnbílar, en tíu prósent verði með svokölluðum hybrid vélum, sem nýta bæði rafmagn og jarðefnaeldsneyti. Ástæðan er fyrst og fremst sú staðreynd að dregið hefur úr eftirspurn eftir aldrafdrifnum bílum á stærstu mörkuðum Volvo og þá er einnig mikil óvissa uppi um tolla sem setja á á rafbíla frá Kína. Að auki hefur innviðauppbygging þegar kemur að hleðslustöðvum ekki gengið eins hratt og vonir stóðu til auk þess sem mörg ríki hafa dregið úr stuðningi til þeirra sem vilja kaupa rafbíl. Volvo er ekki fyrsti framleiðandinn sem dregur í land með þessa alrafdrifnu framtíðarsýn, en bílarisar á borð við Ford og GM hafa gert slíkt hið sama undanfarið.
Bílar Vistvænir bílar Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira