Schumacher er fjórum sinnum vinsælli en Alonso 27. september 2006 15:32 Michael Schumacher NordicPhotos/GettyImages Michael Schumacher, sjöfaldur heimsmeistari í Formúlu 1, er fjórum sinnum vinsælli meðal áhugamanna í greininni en heimsmeistarinn Fernando Alonso. Þetta kemur fram í skoðanakönnun sem Alþjóða Akstursíþróttasambandið lét gera á dögunum. Niðurstöður könnunarinnar leiddu í ljós að Schumacher er uppáhaldsökumaður 28% þeirra sem spurðir voru, en Alonso var aðeins í fjórða sæti með 7% atkvæða. Finninn Kimi Raikkönen reyndist næstvinsælasti ökumaðurinn og Jenson Button sá þriðji. Þá kom í ljós að 66% aðspurðra voru fylgjandi nýjum reglum um hjólbarðaskipti og 73% sögðu að nýju reglurnar í tímatökunum væru til góðs, enda sögðust 51% aðspurðra fylgjast meira með tímatökum í kjölfar þessa. 88% þeirra sem tóku þátt í könnuninni vildu að meiri áhersla yrði lögð á hæfileika ökumanna frekar en tæknimál og aðstoðarfólk, en 86% sögðu að framúrakstur væri mikilvægasti þátturinn í skemmtanagildi íþróttarinnar. Michael Schumacher er sem fyrr langvinsælasti ökumaðurinn í Formúlu 1, þrátt fyrir að hafa allan sinn feril verið mjög umdeildur. Könnunin náði til 91.000 manns í 180 löndum. Erlendar Formúla Íþróttir Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Michael Schumacher, sjöfaldur heimsmeistari í Formúlu 1, er fjórum sinnum vinsælli meðal áhugamanna í greininni en heimsmeistarinn Fernando Alonso. Þetta kemur fram í skoðanakönnun sem Alþjóða Akstursíþróttasambandið lét gera á dögunum. Niðurstöður könnunarinnar leiddu í ljós að Schumacher er uppáhaldsökumaður 28% þeirra sem spurðir voru, en Alonso var aðeins í fjórða sæti með 7% atkvæða. Finninn Kimi Raikkönen reyndist næstvinsælasti ökumaðurinn og Jenson Button sá þriðji. Þá kom í ljós að 66% aðspurðra voru fylgjandi nýjum reglum um hjólbarðaskipti og 73% sögðu að nýju reglurnar í tímatökunum væru til góðs, enda sögðust 51% aðspurðra fylgjast meira með tímatökum í kjölfar þessa. 88% þeirra sem tóku þátt í könnuninni vildu að meiri áhersla yrði lögð á hæfileika ökumanna frekar en tæknimál og aðstoðarfólk, en 86% sögðu að framúrakstur væri mikilvægasti þátturinn í skemmtanagildi íþróttarinnar. Michael Schumacher er sem fyrr langvinsælasti ökumaðurinn í Formúlu 1, þrátt fyrir að hafa allan sinn feril verið mjög umdeildur. Könnunin náði til 91.000 manns í 180 löndum.
Erlendar Formúla Íþróttir Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira