Erlent

Tveggja-Jagúara Prescott hættir

John Prescott, aðstoðarforsætisráðherra Bretlands, baðst í dag afsökunar á að hafa svikið Verkamannaflokkinn, og tilkynnti að hann myndi segja af sér innan árs. Prescott hefur verið mikið í fréttum í Bretlandi undanfarin misseri, bæði vegna framhjáhalds og annarra mistaka.

Hann er líklega með óvinsælli stjórnmálamönnum landsins. Hann er gjarnan kallaður Tveggja-Jagúara Prescott, vegna þess að skömmu eftir að hann hvatti landsmenn sína til að ganga meira, kom í ljós að hann hafði sjálfur tvær Jagúar bifreiðar til umráða. Aðra notaði hann eitt sinn til þess að láta keyra konu sína eitthundrað metra, frá hárgreiðslustofu og heim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×