Schumacher á toppinn 1. október 2006 13:08 Michael Schumacher fagnaði eins og óður maður eftir sigurinn mikilvæga í Kína í dag NordicPhotos/GettyImages Þýski ökuþórinn Michael Schumacher er kominn í efsta sætið í stigakeppni ökuþóra í Formúlu 1 í fyrsta skipti í tvö ár eftir að hann vann frábæran sigur í Kínakappakstrinum í dag. Heimsmeistarinn Fernando Alonso hafnaði í öðru sæti í dag og eru þeir því jafnir að stigum þegar tvö mót eru eftir, en fleiri sigrar Þjóðverjans tryggja honum efsta sætið. Segja má að Renault liðið hafi kastað frá sér sigrinum eftir að aðstoðarmenn Alonso gerðu mistök í báðum viðgerðarhléum hans. Giancarlo Fisichella varð þriðji og Jenson Button tók fjórða sætið með því að taka fram úr félaga sínum Rubens Barrichello og Nick Heidfeld á lokasprettinum. Michael Schumacher fagnaði sigri sínum ógurlega og hoppaði og dansaði um eftir að hann steig út úr bílnum á meðan Alonso var daufur í dálkinn. "Þetta hefur verið frábær helgi hjá okkur. Ég ætlaði að reyna að aka varlega í dag við þessar erfiðu aðstæður og það er sérstaklega sætt að ná að landa sigri," sagði Schumacher. Erlendar Formúla Íþróttir Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Þýski ökuþórinn Michael Schumacher er kominn í efsta sætið í stigakeppni ökuþóra í Formúlu 1 í fyrsta skipti í tvö ár eftir að hann vann frábæran sigur í Kínakappakstrinum í dag. Heimsmeistarinn Fernando Alonso hafnaði í öðru sæti í dag og eru þeir því jafnir að stigum þegar tvö mót eru eftir, en fleiri sigrar Þjóðverjans tryggja honum efsta sætið. Segja má að Renault liðið hafi kastað frá sér sigrinum eftir að aðstoðarmenn Alonso gerðu mistök í báðum viðgerðarhléum hans. Giancarlo Fisichella varð þriðji og Jenson Button tók fjórða sætið með því að taka fram úr félaga sínum Rubens Barrichello og Nick Heidfeld á lokasprettinum. Michael Schumacher fagnaði sigri sínum ógurlega og hoppaði og dansaði um eftir að hann steig út úr bílnum á meðan Alonso var daufur í dálkinn. "Þetta hefur verið frábær helgi hjá okkur. Ég ætlaði að reyna að aka varlega í dag við þessar erfiðu aðstæður og það er sérstaklega sætt að ná að landa sigri," sagði Schumacher.
Erlendar Formúla Íþróttir Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira