Ætlar ekki að láta nördana skora hjá sér 3. október 2006 21:15 Hér má sjá mynd frá blaðamannafundi sem haldinn var í morgun, en bæði lið ætla sér að skora mikið af mörkum annað kvöld Varnarmaðurinn sterki Auðunn Helgason hjá Íslandsmeisturum FH á von á því að spila sinn fyrsta leik eftir meiðsli gegn KF Nörd þegar liðin eigast við á Laugardalsvellinum annað kvöld. Auðunn á ekki von á því að fá sæti í byrjunarliðinu en segir ekki koma til greina að láta nördana skora hjá sér meðan hann er innan vallar. Auðunn segist óðum vera að koma til eftir erfið meiðsli og var raunar ný kominn af síðustu æfingu FH á tímabilinu þegar Vísir náði tali af honum í kvöld. "Ég á nú ekki von á því að verða í byrjunarliðinu á morgun, en annars verður byrjunarliðið ekkert kynnt fyrr en skömmu fyrir leik. Það ríkir nokkur leynd yfir þessu hjá okkur líkt og með þessi tromp sem KF Nörd segist vera með uppi í erminni og það kæmi mér ekki á óvart þó þeir hefðu narrað gamla landsliðsmenn til liðs við sig. Við sjálfir erum nú líka með nokkur góð tromp og ég get til að mynda lofað að markvörður okkar á ekki eftir að valda vonbrigðum á morgun," sagði Auðunn, en Daði Lárusson er sem kunnugt er á ferðalagi með íslenska landsliðinu. Auðunn segir að mikil einbeiting sé í hóp FH fyrir leikinn, en viðurkennir að Íslandsmeistararnir búi ekki við sömu lúxusaðstöðu og lið njarða. "Ég frétti að liðsmenn KF Nörd myndu gista á Hótel Nordica í nótt og borðuðu svo fínan morgunverð á Vox í fyrramálið. Svo hafa þeir verið að fá að fara í nudd og svona dúllerí, þannig að það væsir ekki um þá. Við hérna hjá FH erum bara vinnandi menn og erum bara áhugamenn við hliðina á svona mönnum. Það er greinilega mikið lagt í þetta hjá þeim," sagði Auðunn. En eru FH-ingar búnir að leggja línurnar fyrir morgundaginn, líkt og nördarnir sem ætla sér að skora mörg mörk. "Jú, við ætlum sömuleiðis að skora mörg mörk á morgun, en við ætlum líka að halda hreinu," sagði Auðunn og bætti því við að hann mætti ekki vera að því að spjalla því hann þyrfti að fara snemma að sofa fyrir átökin annað kvöld. Íslenski boltinn Innlendar Íþróttir Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Sjá meira
Varnarmaðurinn sterki Auðunn Helgason hjá Íslandsmeisturum FH á von á því að spila sinn fyrsta leik eftir meiðsli gegn KF Nörd þegar liðin eigast við á Laugardalsvellinum annað kvöld. Auðunn á ekki von á því að fá sæti í byrjunarliðinu en segir ekki koma til greina að láta nördana skora hjá sér meðan hann er innan vallar. Auðunn segist óðum vera að koma til eftir erfið meiðsli og var raunar ný kominn af síðustu æfingu FH á tímabilinu þegar Vísir náði tali af honum í kvöld. "Ég á nú ekki von á því að verða í byrjunarliðinu á morgun, en annars verður byrjunarliðið ekkert kynnt fyrr en skömmu fyrir leik. Það ríkir nokkur leynd yfir þessu hjá okkur líkt og með þessi tromp sem KF Nörd segist vera með uppi í erminni og það kæmi mér ekki á óvart þó þeir hefðu narrað gamla landsliðsmenn til liðs við sig. Við sjálfir erum nú líka með nokkur góð tromp og ég get til að mynda lofað að markvörður okkar á ekki eftir að valda vonbrigðum á morgun," sagði Auðunn, en Daði Lárusson er sem kunnugt er á ferðalagi með íslenska landsliðinu. Auðunn segir að mikil einbeiting sé í hóp FH fyrir leikinn, en viðurkennir að Íslandsmeistararnir búi ekki við sömu lúxusaðstöðu og lið njarða. "Ég frétti að liðsmenn KF Nörd myndu gista á Hótel Nordica í nótt og borðuðu svo fínan morgunverð á Vox í fyrramálið. Svo hafa þeir verið að fá að fara í nudd og svona dúllerí, þannig að það væsir ekki um þá. Við hérna hjá FH erum bara vinnandi menn og erum bara áhugamenn við hliðina á svona mönnum. Það er greinilega mikið lagt í þetta hjá þeim," sagði Auðunn. En eru FH-ingar búnir að leggja línurnar fyrir morgundaginn, líkt og nördarnir sem ætla sér að skora mörg mörk. "Jú, við ætlum sömuleiðis að skora mörg mörk á morgun, en við ætlum líka að halda hreinu," sagði Auðunn og bætti því við að hann mætti ekki vera að því að spjalla því hann þyrfti að fara snemma að sofa fyrir átökin annað kvöld.
Íslenski boltinn Innlendar Íþróttir Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki