Erlent

Ný leið til þess að ræna flugvél

MYND/AP

Flugfélögin hafa fengið nýtt vandamál að kljást við. Hvernig getur einn óvopnaður farþegi rænt farþegaþotu í millilandaflugi og neytt áhöfnina til að lenda þar sem hann segir?

Maður sem rændi tyrkneskri farþegaþotu, í gær, sýndi framá að það er mjög einfalt. Hann beið þar til ein flugfreyjan fór inn um skotheldar dyrnar á stjórnklefanum og ruddist þá á eftir henni.

Hann sagði flugstjóranum að þeir væru þrír um borð í vélinni. Hinir tveir væru vopnaðir plastik-sprengjum, sem þeir myndu sprengja ef fyrirmælum þeirra yrði ekki hlýtt. Flugstjórinn kaus að hlýða.

Jafnvel þótt flugræningi komist ekki inn í stjórnklefann, er ekkert sem hindrar hann í að segja flugfreyju að félagar hans séu um borð og séu með sprengjur. Þá stendur áhöfnin frammi fyrir erfiðri ákvörðun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×