Erlent

Sjötíu prósent Grænlendinga reykja

Sérfræðingar frá danska Krabbameinsfélaginu eru komnir til Grænlands, til þess að hjálpa Grænlendingum við hætta að reykja. Sjötíu prósent Grænlendinga reykja og ekki er óalgengt að börn byrji að reykja tólf ára gömul.

Grænlenskur forvarnarfulltrúi segir að Grænlendingar séu lítil þjóð og hafi ekki efni á að missa fólk úr lungnakrabba og öðrum reykingasjúkdómum.

Því hafa bæjarfélög á Grænlandi beðið danska Krabbameinsfélagið um aðstoð við að halda námskeið til að hjálpa fólki við að losna undan fíkninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×