Erlent

Barnaníðingum verður lítið ágengt

Ólíklegt er talið að barnaníðingar sem stofnuðu stjórnmálaflokk, í Hollandi, í maí síðastliðnum, fái nógu margar undirskriftir til þess að geta tekið þátt í þingkosningum sem haldnar verða hinn tíunda þessa mánaðar.

Hollenskur dómstóll synjaði því í júlí að banna flokkinn.  Á málefnaskrá hans er meðal annars að lækka aldur til kynmaka úr sextán árum í tólf, leyfa barnaklám, og leyfa kynlíf með dýrum.

Til þess að taka þátt í þingkosningum þarf flokkur undirskrift 570 stuðningsmanna, en til þessa hefur barnaníðingunum ekki tekist að skrapa saman nema 100.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×