Lið Stjörnunnar í Garðabæ er enn án sigurs í DHL deild karla í handknattleik eftir að liðið steinlá á heimavelli fyrir HK í kvöld 28-23. Þetta var annar sigur HK í deildinni og tölfræði úr leiknum má lesa hér fyrir neðan.
Í liði Heimamanna var David Kekelia markahæstur með 5 mörk, og þeir Tite Kalandadze og Ólafur Víðir Ólafsson skoruðu 4 mörk hvor. Árni Þorvarðarson varði 11 skot í markinu og Roland Eradze 5.
Valdimar Þórsson skoraði 7 mörk fyrir HK, þar af 3 úr vítum, Ragnar Hjaltested skoraði 6 mörk, Sergey Petraitis skoraði 4 mörk og þeir Tomas Eitutis og Augustas Strazdas 3 hvor. Egidijus Petkevicius varði 16 skot í marki HK.