Liðsmenn í íraskir lögreglusveit hafa verið leystir tímabundið frá störfum, allir sem einn, og sendir aftur í þjálfun. Þeir hafa verið sakaðir um að láta ódæði dauðasveita í landinu átölulaus. Mennirnir voru sendir heim eftir að vopnaðir menn rændu nærri 40 manns í Bagdad, höfuðborg landsins, fyrr í vikunni. Nokkrir þeirra sem rænt var féllu síðan fyrir hendi mannræningja sinn.
Yfirvöld í borginni segja það í raun auka öryggi borgaranna að færa leysa lögreglumennina undan skyldum sínum. Þeir hafi ekkert gert til að koma í veg fyrir að liðsmenn dauðasveita rændu og myrtu borgara.
Það eru aðallega súnní múslimar sem saka lögreglu um að láta ódæðismenn óáreitta eða í versta falli hjálpa þeim við að fremja voðaverk.
Ákveðið hefur verið að hreinsa til í löggæsluliði landsins og endurþjálfa stóran hóp lögreglumanna. Ætla má að súnníar fagni því en margt mun þurfa að gera til að sannfæra þá um að lögreglan í Írak sé líka á þeirra bandi.
Átök trúarhópa í Írak hafa harnað síðustu mánuði og mannrán, morð og limlestingar daglegt brauð.