Erlent

Risa hafeðlur fundnar á Svalbarða

Pliosaurus að snæðingi
Pliosaurus að snæðingi MYND/Náttúrugripasafnið í Osló

Norskir vísindamenn hafa fundið beinagrindur af risa-hafeðlum, sem þeir segja að hafi verið jafnvel enn skelfilegri en landeðlan Tyrannosaurus Rex, sem kölluð er Grameðla, á íslensku.

Hafeðlan kallast Plíosaurus og beinagrindur af fjölmörgum slíkum eru nú fundnar á norsku eynni Svalbarða. Plíosaurus gat orðið tíu metra löng, en sú stærsta sem fannst á Svalbarða var átta metrar. Jörn Hurum, við náttúrufræðistofnunina í Osló lýsir skepnunni þannig að hún hafi verið svar hafsins við Grameðlunni, en með ennþá stærri haus.

Hann segir fólki að reyna að ímynda sér skepnu sem var jafn stór og strætisvagn, með tennur sem voru álíka stórar og agúrkur. Kjafturinn var svo stór að ef fullorðinn maður hefði lagst á tunguna, hefði eðlan getað gleypt hann í heilu lagi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×