Erlent

NATO tekið við í Afganistan

MYND/AP

Atlantshafsbandalagið tók í dag við stjórn öryggismála í Austur-Afganistan úr höndum Bandaríkjahers. Bandalagið hefur þegar tekið við stjórn mála í öðrum landshlutum, þar á meðal í höfuðborginni, Kabúl.

Stjórnandi NATO í Afganistan sagði, við hátíðlega athöfn í dag, að þetta væri sögulegur áfangi og sýndi að bandalagið tæki alvarlega þá skuldbindingu að gera hvað það getur til að tryggja öryggi í landinu.

Herlið, undir stjórn NATO í Afganistan, telur 33 þúsund menn, flesta frá Bandaríkjunum. Herlið Bandaríkjamanna mun áfram hafa það verkefni að leita Talíbana og al Kaída-liða í fjallahéruðum landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×