Erlent

Hugsanlega sleppt þrátt fyrir fjöldamorð

Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur mótmælt tillögu dómstóls í Bandaríkjunum um að herskáum andstæðingi stjórnar Fídels Kastró, forseta Kúbu, verði sleppt úr fangelsi þrátt fyrir að hann sé borin sökum um að bera ábyrgð á dauða 73 flugfarþega fyrir 20 árum.

Luis Posada Carrilles, sem er 79 ára, er gefið að sök að hafa sprengt kúbanska farþegaflugvél með 73 innanborðs árið 1976. Carrilles er ættaður frá Venesúela en hafði búið á Kúbu. Bandaríkjamenn hafa ekki viljað skilgreina hann sem hryðjuverkamann og því ber að láta hann lausann að mati dómstólsins.

Stjórnvöld höfðu frest fram til dagsins í dag til að svara tillögu dómsins. Ekki hefur tekist að finna vinveitt land til að taka við Carrilles.

Innflytjendayfirvöld í Bandaríkjunum tóku Carrilles höndum í fyrra þegar hann reyndi að komast með ólögmætum hætti til Texas frá Mexíkó.

Málið hefur reynst stjórn Bush Bandaríkjaforseta erfitt þar sem bandarísk stjórnvöld hafa ekki skilgreint Carrilles sem hryðjuverkamann líkt og Kúba og Venesúela hafa gert.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×