Erlent

Öllum ákærum gegn John Mark Karr vísað frá

MYND/AP

Dómari í Kaliforníu vísaði í dag frá dómi ákæru áhendur John Mark Karr um vörslu barnakláms. Karr hafði áður gefið sig fram í Tælandi og sagðist hafa myrt barnafegurðadrottninguna JonBenet Ramsey árið 1996.

Síðar leiddi athugun á erfðaefni í ljós að Karr var ekki morðinginn og því var ákæru í því máli vísað frá. Morðið á JonBenet er eitt það umtalaðasta í Bandaríkjunum síðari ár.

Karr, sem er 41 árs, var framseldur frá Tælandi til Bandaríkjanna í ágúst vegna játningarinnar.

Dómari í Kaliforníu fyrirskipaði í dag að hann skyldi látinn laus þar sem ekki lægju fyrir nægileg gögn til að halda málflutningi áfram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×