Erlent

Haniyeh hné niður

Ismail Haniyeh, forsætisráðherra palestínsku heimastjórnarinnar, flytur ræðu sína í Gaza-borg í dag.
Ismail Haniyeh, forsætisráðherra palestínsku heimastjórnarinnar, flytur ræðu sína í Gaza-borg í dag. MYND/AP

Ismail Haniyeh, forsætisráðherra palestínsku heimastjórnarinnar, hné niður þar sem hann flutti ræðu á fjöldafundi í Gaza-borg í dag. Haniyeh, sem er 46 ára, þagnaði í miðri setningu og féll í fang aðstoðarmanna sinna sem stóðu á bak við hann.

Ekki er talið að forsætisráðherrann sé þungt haldinn enda fastar hann nú eins og margir múslimar gera þegar Ramadan, hinn heilagi mánuður, stendur sem hæst. Heitt var í veðri þar sem Haniyeh flutti ræðuna og má ætla að svengd og kæfandi hiti hafi haft sitt að segja.

Haniyeh hélt kröftugri ræðu sinni áfram eftir að hann hafði jafnað sig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×