Erlent

Stóð af sér vantrauststillögu

Ferenc Gyurcsany, forsætisráðherra Ungverjalands.
Ferenc Gyurcsany, forsætisráðherra Ungverjalands. MYND/AP

Ferenc Gyurcsany, forsætisráðherra Ungverjalands, baðst í dag afsökunar á því að hafa ekki tekist á við alvarlegt ástand efnahagsmála í landinu fyrir þingkosningar í apríl. Ríkisstjórn forsætisráðherrans stóð af sér vantrauststillögu.

Afsagnar Gyurcsanys hefur verið krafist síðan um miðjan síðasta mánuð þegar upptaka var spiluð í fjölmiðlum þar sem hann viðurkenndi að hafa logið að þjóðinni í aðdraganda kosninganna til að tryggja sér sigur. Fyrir atkvæðagreiðsluna sagði forsætisráðherrann að hann tækist nú á við ólýðræðisleg öfl stjórnarandstöðunnar sem þyrsti í völd.

Ekki eru allir Ungverjar sáttir við niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar í dag og var þegar boðað til mótmæla í höfuðborginni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×