Erlent

Dæmdur fyrir morð í Írak

Bandarískur herlæknir, sem átti þátt í að ræna Íraka og myrða hann, var í kvöld dæmdur í 10 ára fangelsi en mun aðeins afplána eitt ár þar sem hann mun bera vitni gegn félögum sínum, sem ákærðir eru fyrir morðið.

Maðurinn segir yfirmann hersveitar sinnar hafa orðið svo reiðan þegar grunaður hryðjuverkamaður var látinn laus úr Abu Ghraib fangelsinu í Bagdad að hann hafi átt þátt í að hvetja til morðsins.

Maðurinn, sem var á gamalsaldri, var kastað í holu og hann síðan skotinn í höfuðið 10 sinnum.

Sjö landgönguliðar eru ákærðir fyrir aðild að ódæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×