Erlent

Múslimar reiðir Dönum

Það var danska fréttablaðið Nyhedsavisen sem fyrst greindi frá ungliðasamkomu Danska þjóðarflokksins þar sem menn kepptust við að hæða Múhameð spámann ýmsa lund, meðal annars með skopmyndum og níðsöngvum. Danska ríkissjónvarpið birti myndir af samkomunni á föstudagskvöldið og í dag sagði Pia Kjærsgaard, formaður þjóðarflokksins, í samtali við Politiken að um saklaus glens hefði verið að ræða. Danskir múslimar hafa tekið málinu með jafnaðargeði en trúbræður þeirra í Mið-Austurlöndum líta það aftur á móti mjög alvarlegum augum og boða jafnvel aðgerðir.

Skemmst er að minnast mótmælanna sem gengu yfir Arabaheiminn í kjölfar skopmyndabirtinga Jótlandspóstsins á spámanninum. Margt bendir til að Dönum hafi aftur tekist að reyta múslima aftur til reiði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×