Erlent

Putin fordæmir morð á blaðakonu

MYND/AP

Vladimir Putin, forseti Rússlands, fordæmdi í dag morðið á rússnesku blaðakonunni Önnu Politkovskayu, og sagði að morðingjar hennar myndu hljóta  makleg málagjöld.

Blaðakonan naut mikillar virðingar fyrir baráttu sína fyrir mannréttindum, en var kannski þekktari utan lands en innan, þar sem blöðin sem hún skrifaði í hafa ekki mikla útbreiðslu.

Hún skrifaði meðal annars óvægnar greinar um hrottaskap rússneska hersins í Tsjetsníu. Þegar fyrstu fréttir bárust af morðinu sagði Pútin að Anna hefði ekki haft mikil pólitísk áhrif í Rússlandi. Morðið á henni væri miklu meira áfall fyrir Rússland og Tsjeténíu en skrif hennar.

Nú er Pútin hinsvegar í heimsókn í Þýskalandi, þar sem mikil reiði ríkir vegna morðsins, eins og víða annarsstaðar á vesturlöndum. Forsetanum hefur því þótt við hæfi að fordæma morðið og lofa að það verði upplýst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×