Erlent

Danir bíða föstudagsins með kvíða

Danir bíða nú milli vonar og ótta eftir föstudeginum. Það er helsti bænadagur múslima og það er talið að þá fyrst komi í ljós hvort Danmörk hefur lent í öðru stríði við þá.

Mikil reiði ríkir meðal múslima vegna frétta um að ungliðar í Þjóðarflokknum hafi gert grín að Múhameð spámanni, á sumarhátíð sinni í sumar. Bensínsprengjum var kastað í danska sendiráðið í Íran, í gær, og nokkrar ríkisstjórnir í múslimalöndum hafa hvatt til sambandsslita við Danmörku.

Per Stig Möller, utanríkisráðherra Danmerkur, segir að það muni væntanlega koma í ljós á föstudag, hvort fylleríssamkoma ungliðanna hafi verið kornið sem fyllti mælinn.

Múslimum þykir þeir eiga undir högg að sækja. Fyrst voru það teikningarnar í Jótlandspóstinum, svo ummæli páfa og loks dönsku ungliðarnir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×