Hermann í ljótasta liði ársins 11. október 2006 16:44 Hermann Hreiðarsson og Craig Bellamy eru báðir í ljótasta liði ársins í ensku úrvalsdeildinni NordicPhotos/GettyImages Það er ekkert nýtt undir sólinni í knattspyrnuheiminum og nú hefur íslenski landsliðsmaðurinn Hermann Hreiðarsson orðið þess vafasama heiðurs aðnjótandi að vera valinn í úrvalslið ljótustu leikmanna í ensku úrvalsdeildinni að mati vefsíðu sem hefur útlit knattspyrnumanna að umtalsefni. Vefsíðan stillir upp byrjunarliði ljótustu 11 leikmanna deildarinnar með 3 menn á varamannabekk og þá er valinn ljótasti þjálfarinn. Það vekur athygli að ef tekið er mið af ljótleika leikmanna í deildinni, virðast miðjumenn vera almennt fallegri en varnar- og sóknarmenn. Þannig er þeim Hermanni og Phil Neville stillt upp á miðjuna í þessu athyglisverða liði, en þeir eru í grunninn varnarmenn. Það verður þó að segja Hermanni til varnar, að fær fæst "ljótleikastig" allra í byrjunarliðinu ásamt Ricardo Carvalho - aðeins þrjú. Það er hinsvegar þjálfarinn sem ber höfuð og herðar yfir aðra í liðinu hvað varðar ljótleika, en hann fær fullt hús stiga - fulla 10. Næstir honum í ljótleika koma framherjarnir Peter Crouch og Marlon Harewood með 8 ljótleikastig. Liðið er skipað eftirtöldum leikmönnum og innan sviga er fjöldi ljótleikastiga: Í marki stendur Paddy Kenny frá Sheffield United (7), varnarmenn eru Peter Ramage Newcastle (7), Anton Ferdinand West Ham (6), Ricardo Carvalho (3) og Wes Brown Man Utd (4). Miðjumenn eru Hermann Hreiðarsson Charlton (3) og Phil Neville Everton (7). Framherjar Craig Bellamy Liverpool (7), David Thompson Portsmouth (5), Peter Crouch Liverpool (8) og Marlon Harewood (8). Varamenn eru Claus Jensen Fulham (4), Antoine Sibierski Man City (3) og James Milner Newcastle (5). Þjálfari er eins og áður sagði Ian Dowie hjá Charlton með fullt hús (10). Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Sjá meira
Það er ekkert nýtt undir sólinni í knattspyrnuheiminum og nú hefur íslenski landsliðsmaðurinn Hermann Hreiðarsson orðið þess vafasama heiðurs aðnjótandi að vera valinn í úrvalslið ljótustu leikmanna í ensku úrvalsdeildinni að mati vefsíðu sem hefur útlit knattspyrnumanna að umtalsefni. Vefsíðan stillir upp byrjunarliði ljótustu 11 leikmanna deildarinnar með 3 menn á varamannabekk og þá er valinn ljótasti þjálfarinn. Það vekur athygli að ef tekið er mið af ljótleika leikmanna í deildinni, virðast miðjumenn vera almennt fallegri en varnar- og sóknarmenn. Þannig er þeim Hermanni og Phil Neville stillt upp á miðjuna í þessu athyglisverða liði, en þeir eru í grunninn varnarmenn. Það verður þó að segja Hermanni til varnar, að fær fæst "ljótleikastig" allra í byrjunarliðinu ásamt Ricardo Carvalho - aðeins þrjú. Það er hinsvegar þjálfarinn sem ber höfuð og herðar yfir aðra í liðinu hvað varðar ljótleika, en hann fær fullt hús stiga - fulla 10. Næstir honum í ljótleika koma framherjarnir Peter Crouch og Marlon Harewood með 8 ljótleikastig. Liðið er skipað eftirtöldum leikmönnum og innan sviga er fjöldi ljótleikastiga: Í marki stendur Paddy Kenny frá Sheffield United (7), varnarmenn eru Peter Ramage Newcastle (7), Anton Ferdinand West Ham (6), Ricardo Carvalho (3) og Wes Brown Man Utd (4). Miðjumenn eru Hermann Hreiðarsson Charlton (3) og Phil Neville Everton (7). Framherjar Craig Bellamy Liverpool (7), David Thompson Portsmouth (5), Peter Crouch Liverpool (8) og Marlon Harewood (8). Varamenn eru Claus Jensen Fulham (4), Antoine Sibierski Man City (3) og James Milner Newcastle (5). Þjálfari er eins og áður sagði Ian Dowie hjá Charlton með fullt hús (10).
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Sjá meira