Erlent

Samþykkti umdeilt frumvarp um þjóðarmorð Tyrkja á Armenum

Frá mótmælum opinberra starfsmanna í Tyrklandi fyrir utan franska sendiráðið í Ankara í gær, en Tyrkir eru algjörlega andsnúnir hinni nýju löggjöf í Frakklandi.
Frá mótmælum opinberra starfsmanna í Tyrklandi fyrir utan franska sendiráðið í Ankara í gær, en Tyrkir eru algjörlega andsnúnir hinni nýju löggjöf í Frakklandi. MYND/AP

Neðri deild franska þingsins samþykkti í dag frumvarp sem gerir það refsivert að neita því að Armenar hafi sætt þjóðernishreinunum af hálfu Ottómanaveldis Tyrkja árið 1915. Tyrkir hafa mótmælt þessari lagasetningu hástöfum og segja að hún muni skaða samskipti þjóðanna.

Tyrknesk yfirvöld hafa alla tíð neitað því að þjóðarmorð hafi verið framið í fyrri heimsstyrjöldinni. Mannfall í röðum Armena megi rekja til átaka á milli þeirra og Tyrkja þegar Ottómanaveldið var að liðast í sundur. Frönsk fyrirtæki óttast að hið nýja frumvarp eigi eftir að hafa áhrif á viðskipti þeirra við Tyrkland en tekið skal fram að bæði efri deild franska þingsins og forseti Frakklands eiga eftir að samþykkja frumvarpið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×