Erlent

Orhan Pamuk hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels

MYND/AP

Tyrkneski rithöfundurinn Orhan Pamuk hlaut Nóbelsverðlaunin í bókmenntum fyrir um klukkustund. Pamuk er fimmtíu og fjögurra ára og hefur gefið út átta skáldsögur. Verk hans hafa notið mikillar hylli bæði í heimalandinu og annars staðar, en þau hafa verið þýdd á meira en fjörutíu tungumál en þó ekki á íslensku. Verðlaunin nema um níutíu og þremur milljónum íslenskra króna.

Í umsögn nóbelsnefndarinnar segir meðal annars að Pamuk hafi „uppgötvað ný tákn um samlögun menningarheilda í könnun sinni á sálarlífi heimarborgar sinnar", Istanbúl.

Pamuk fæddist 7. júní árið 1952 í Istanbúl inni í miðstéttarfjölskyldu. Hann stefndi ungur á að vera listmálari en lagði meðal annars stund á nám í arkitektúr og blaðamennsku í háskóla.

Fyrsta bók hans var gefin út árið 1982 en hann hefur einnig gefið út ritgerðasöfn á síðustu árum. Síðasta skáldsaga hans, Snjór, kom út árið 2002. Pamuk hefur tekið þátt í þjóðfélagsumræðunni í Tyrklandi og var meðal annars ákærður fyrir ummæli sem birtust í svissnesku vikuriti þar sem hann sagði að 30 þúsund Kúrdar og ein milljón Armena hefði verið drepin á árum fyrri heimsstyrjaldarinnar í Ottómanaveldi Tyrkja. Þótti hann með þessu hafa móðgað tyrknesku þjóðina en í kjölfar mótmæla á alþjóðavettvangi voru ákærur á hendur honum felldrar niður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×