Erlent

Fela sig meðal maríúana-plantna

Kanadískir hermenn sem berjast nú við Talíbana í Afganistan hafa mætt heldur óvenjulegum vegtálma á ferð sinni. Þar eru að ræða skóglendi þar sem þriggja metra háar maríúana-plöntur vaxa. Erfiðlega hefur reynst að finna þá Talíbana sem þar fela sig.

Talsmaður kanadískra hermanna í Afganistan segir Talíbana nota skóginn sem skjól. Kanadíski herinn hefur því gripið til þess ráðs að mála minnst einn brynvarinn bíl þannig að hann falli inn í umhverfið ef honum verður ekið inn í skólinn.

Ekki hefur verið hægt að nota vélar til að nema líkamshita Talíbananna og þar með staðsetja þá þar sem maríúana-plantan drekkur afar hratt í sig orku og hita.

Reynt hefur verið að brenna samskonar skóglendi í svæðinu með hvítu forsfór en það hefur að sögn hersins ekki gengið. Einnig hvefur verið reynt að brenna hann með dísel-olíu en það hefur heldur ekki skilað árangri þar sem plönturnar munu hafa drukkið í sig töluvert af vatni og því ógjörningur að brenna þær.

Einhverjar plöntur tókst þó að brenna en þeir hermenn sem stóðu undan vindi urðu fyrir ankannalegum áhrifum og því talið óráðlegt að halda þeim tilraunum til streytu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×