Kraftaverkakonan með tækið 7. október 2006 07:00 Matthildur Þorláksdóttir náttúrulæknir hefur hjálpað mörgum. Náttúrulæknirinn Matthildur Þorláksdóttir er orðin goðsögn í lifanda lífi. Reglulega heyrast ótrúlegar sögur af fólki sem hefur fengið lausn meina sinna með hennar aðstoð. Matthildur er heilpraktiker upp á þýsku - náttúrulæknir á íslensku. Hún nam fræði sín í Þýskalandi, þar sem náttúrulækningar eru kenndar í virtum akademíum. Námið tekur þrjú ár ásamt starfsþjálfun á heilsugæslu eða stofnun til að fá löggildingu og starfsréttindi. Matthildur stundar alhliða náttúrulækningar, en það er einkum greiningartækið fræga sem sögur fara af. Með því má mæla það sem er óáþreifanlegt og næsta óskiljanlegt, en tækið nemur orkuna í líkamanum. Þannig má greina alls kyns kvilla eins og fæðuóþol og orkustíflur. Ég heimsótti Matthildi á Náttúrulækningastofuna að Stórhöfða 17 og passaði upp á að ná hádegismatnum á matstofunni. Og þó ég sé ekki grænmetisæta get ég ekki hugsað mér betri mat en gratíneraða grænmetið hennar Hildar Hilmarsdóttur. Næsta mál var að hitta á Matthildi, sem er vægast sagt mjög upptekin kona, bókuð frá morgni til kvölds - og það eru engar líkur á að fólk klikki á að mæta þegar það er búið að bíða í marga mánuði eftir að fá tíma. Eftir heilmikla fyrirsát náði ég stuttu spjalli við Matthildi á milli sjúklinga. Ég vatt mér beint að kjarna málsins. Hvað er að fæðunni okkar - af hverju eru allir að greinast með fæðuóþol? „Fæðan er orðin svo mikið unnin hjá okkur - niðursoðin, hreinsuð, klóruð, söltuð, fitusprengd, lituð og sykruð. Svo er verið að auka framleiðsluna og þá eru notuð efni og aðferðir sem hafa áhrif á fæðuna - hormón, eitur og hver veit hvað?" Og hvaða áhrif hefur það á okkur þótt fiktað sé í fæðunni? „Sko. Við vinnslu og hitun matvæla, þá tapast ensímin úr fæðunni. Ensímin eru nauðsynleg fyrir meltinguna. Þau sjá um að brjóta fæðuna niður, svo hún nýtist sem næring." En hvers vegna fer mjólkin svona illa í marga? „Langflestir þjást af mjólkuróþoli og það er einmitt vegna þess hvað hún er yfirleitt mikið unnin - gerilsneydd, sykruð og fitusprengd. Ensímin vantar og við ráðum ekki við að brjóta niður próteinin. Það þola miklu fleiri lífrænu mjólkina og t.d. getur ósæt ab-mjólk verið í lagi fyrir suma." En hvað með ger, sykur og hveiti? Hvers vegna fer það svona illa í marga? „Þessar fæðutegundir eru bara ofnotaðar og allt of mikið unnar. Þetta er í öllu og smátt og smátt myndast óþol þegar við fáum allt of mikið af einhverju. Þessar fæðutegtundir valda líka oftast starfsemistruflunum - þembu og loftgangi, hægðatregðu eða niðurgangi svo eitthvað sé nefnt." Einhver ráð að lokum? „Að fólk borði hreina og sem minnst unna fæðu og sem mest hrátt. Notið gróft korn og trefjar, kristalsalt eða sjávarsalt og góðar olíur. Og auðvitað sem mest hrátt grænmeti og ávexti og sem minnst kjöt. Passið ykkur samt á að borða ferska ávexti sér, en ekki t.d. sem eftirrétt eftir kjötmáltíð. Kjötið er svo lengi að meltast og þá er hætta á gerjun og leiðindum. Nú, ef þið viljið eldaðan og unninn mat, skulu þið fá ykkur ensím í forrétt. Fáið ykkur hrátt og grænt salat á undan og nælið ykkur þannig í ensím til að melta það sem á eftir kemur." Mannlegi þátturinn Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Náttúrulæknirinn Matthildur Þorláksdóttir er orðin goðsögn í lifanda lífi. Reglulega heyrast ótrúlegar sögur af fólki sem hefur fengið lausn meina sinna með hennar aðstoð. Matthildur er heilpraktiker upp á þýsku - náttúrulæknir á íslensku. Hún nam fræði sín í Þýskalandi, þar sem náttúrulækningar eru kenndar í virtum akademíum. Námið tekur þrjú ár ásamt starfsþjálfun á heilsugæslu eða stofnun til að fá löggildingu og starfsréttindi. Matthildur stundar alhliða náttúrulækningar, en það er einkum greiningartækið fræga sem sögur fara af. Með því má mæla það sem er óáþreifanlegt og næsta óskiljanlegt, en tækið nemur orkuna í líkamanum. Þannig má greina alls kyns kvilla eins og fæðuóþol og orkustíflur. Ég heimsótti Matthildi á Náttúrulækningastofuna að Stórhöfða 17 og passaði upp á að ná hádegismatnum á matstofunni. Og þó ég sé ekki grænmetisæta get ég ekki hugsað mér betri mat en gratíneraða grænmetið hennar Hildar Hilmarsdóttur. Næsta mál var að hitta á Matthildi, sem er vægast sagt mjög upptekin kona, bókuð frá morgni til kvölds - og það eru engar líkur á að fólk klikki á að mæta þegar það er búið að bíða í marga mánuði eftir að fá tíma. Eftir heilmikla fyrirsát náði ég stuttu spjalli við Matthildi á milli sjúklinga. Ég vatt mér beint að kjarna málsins. Hvað er að fæðunni okkar - af hverju eru allir að greinast með fæðuóþol? „Fæðan er orðin svo mikið unnin hjá okkur - niðursoðin, hreinsuð, klóruð, söltuð, fitusprengd, lituð og sykruð. Svo er verið að auka framleiðsluna og þá eru notuð efni og aðferðir sem hafa áhrif á fæðuna - hormón, eitur og hver veit hvað?" Og hvaða áhrif hefur það á okkur þótt fiktað sé í fæðunni? „Sko. Við vinnslu og hitun matvæla, þá tapast ensímin úr fæðunni. Ensímin eru nauðsynleg fyrir meltinguna. Þau sjá um að brjóta fæðuna niður, svo hún nýtist sem næring." En hvers vegna fer mjólkin svona illa í marga? „Langflestir þjást af mjólkuróþoli og það er einmitt vegna þess hvað hún er yfirleitt mikið unnin - gerilsneydd, sykruð og fitusprengd. Ensímin vantar og við ráðum ekki við að brjóta niður próteinin. Það þola miklu fleiri lífrænu mjólkina og t.d. getur ósæt ab-mjólk verið í lagi fyrir suma." En hvað með ger, sykur og hveiti? Hvers vegna fer það svona illa í marga? „Þessar fæðutegundir eru bara ofnotaðar og allt of mikið unnar. Þetta er í öllu og smátt og smátt myndast óþol þegar við fáum allt of mikið af einhverju. Þessar fæðutegtundir valda líka oftast starfsemistruflunum - þembu og loftgangi, hægðatregðu eða niðurgangi svo eitthvað sé nefnt." Einhver ráð að lokum? „Að fólk borði hreina og sem minnst unna fæðu og sem mest hrátt. Notið gróft korn og trefjar, kristalsalt eða sjávarsalt og góðar olíur. Og auðvitað sem mest hrátt grænmeti og ávexti og sem minnst kjöt. Passið ykkur samt á að borða ferska ávexti sér, en ekki t.d. sem eftirrétt eftir kjötmáltíð. Kjötið er svo lengi að meltast og þá er hætta á gerjun og leiðindum. Nú, ef þið viljið eldaðan og unninn mat, skulu þið fá ykkur ensím í forrétt. Fáið ykkur hrátt og grænt salat á undan og nælið ykkur þannig í ensím til að melta það sem á eftir kemur."
Mannlegi þátturinn Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira