Erlent

Friðsamleg mótmæli fyrir utan sendiráð Dana í Djakarta

Þessi indónesíski drengur var meðal um 70 mótmælenda fyrir utan sendiráð Dana í Djakarta.
Þessi indónesíski drengur var meðal um 70 mótmælenda fyrir utan sendiráð Dana í Djakarta. MYND/AP

Hópur múslíma kom saman fyrir framan sendiráð Danmerkur í Djakarta í Indónesíu í morgun til þess að mótmæla nýjum teikningum af Múhameð spámanni sem birst hafa á vegum Danska þjóðarflokksins að undanförnu. Mótmælin voru þó fámenn og friðsamleg en þau áttu sér stað eftir föstudagsbæn múslíma.

Óttast var að til víðtækra mótmæla kæmi í hinum íslamska heimi vegna teikninganna, sem sýndu meðal annars Múhameð sem barnaníðing, en engar fregnir hafa borist af slíku eftir föstudagsbænir í Miðausturlöndum. Sendiherra Danmerkur í Indónesíu var ekki við þegar mótmælin áttu sér stað en hann hefur boðið samtökunum sem stóðu fyrir þeim til fundar í næstu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×