Erlent

Bráðnandi jökulhettur ógna lífi í Afríku

Kilimanjaro
Kilimanjaro

Bráðnandi jökulhettur, í Afríku, ógna lífi milljóna manna. Í Kenya eru tvö af stærstu fjöllum Afríku, Kilimanjaro og Kenyafjall. Á síðustu áttatíu árum hefur Kilimanjaro misst áttatíu og tvö prósent af jökulhettu sinni og Kenyafjall níutíu og tvö prósent.

Fjöllin tvö eru óendanlega mikilvæg fyrir vatnsbúskap í Afríku. Eitt og sér fæðir Kenyafjall sjö fljót sem milljónir manna eiga líf sitt undir að haldi áfram að renna. Ef loftslag heldur áfram að hlýna munu bæði Kilimanjaro og Kenyafjall missa jökulhettur sínar á næstu tuttugu til fimmtíu árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×