Erlent

Fjáröflunarráðstefna fyrir Líbanon í París eftir áramót

Ákveðið hefur verið að halda fjáröflunarráðstefnu fyrir Líbanon í París í upphafi næsta árs til þess að hjálpa landinu að komast á réttan kjöl eftir stríð Ísraels og Hizbollah-samtakanna í sumar. Frá þessu greindi Fouad Siniora, forsætisráðherra Líbanons í dag, eftir ríkisstjórnarfund. Suðurhluti Líbanons er rústir einar eftir gengdarlausar loftárásir Ísraela í júlí og ágúst og telur Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn að tjónið nemi um 230 milljörðum króna. Þar fyrir utan glíma líbönsk stjórnvöld við gríðarlegar skuldir sem safnast höfðu upp fyrir átökin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×