Menntamálaráðherra snýr við úrskurði þjóðskjalavarðar 16. október 2006 15:18 Menntamálaráðherra hefur ákveðið að fella úr gildi ákvörðun þjóðskjalavarðar um að synja beiðni Kjartans Ólafssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Sósíalistaflokksins, um aðgang að gögnum um símahleranir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá menntamálaráðuneytinu.Fram kemur í tilkynningu frá ráðuneytinu að þjóðskjalavörður hafi byggt ákvörðun sína á því að í 2. ml. 1. mgr. 9. gr. laga um Þjóðskjalasafn Íslands segi að um aðgang að gögnum og skjölum sem upplýsingalög taki ekki til, skuli mælt fyrir um í reglugerð sem menntamálaráðherra setji, að fengnum tillögum þjóðskjalavarðar. Sú reglugerð hafi ekki verið sett og því geti þjóðskjalavörður ekki veitt frjálsan aðgang að umbeðnum gögnum.„Í úrskurði ráðherra segir m.a. að ekki sé hægt að fallast á það með þjóðskjalaverði að unnt sé að synja umræddri beiðni Kjartans Ólafssonar og þar með að byggja hina kærðu ákvörðun á því að umrædd reglugerð hafi ekki verið sett. Er þá höfð til hliðsjónar sú frumskylda stjórnvalda samkvæmt íslenskum stjórnlögum, að starfa á grundvelli þeirra réttarheimilda, sem í gildi eru á hverjum tíma og sjá um framkvæmd þeirra, enda eru allir jafnir fyrir lögum, sbr. 65. gr. Stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944. Fyrir liggur að reglugerð skv. 2. ml. 1. mgr. 9. gr. laga um Þjóðskjalasafn Íslands hefur ekki verið sett og skiljanlegt er að þjóðskjalaverði hafi verið vandi á höndum vegna þess við afgreiðslu hinnar kærðu ákvörðunar.Á hinn bóginn verður að telja að við töku hinnar kærðu ákvörðunar hafi þjóðskjalaverði borið að leggja mat á umbeðin gögn á grundvelli gildandi laga og viðurkenndra lagasjónarmiða. Koma þar einkum til skoðunar ákvæði laga um Þjóðskjalasafn Íslands, eftir því sem við á, jafnræðisregla 65. gr. stjórnarskrár og jafnræðisregla 1. mgr. 11. gr. stjórnsýslulaga með hliðsjón af þegar veittum aðgangi að umræddum gögnum til handa Guðna Th. Jóhannessyni, meginregla 9. gr. upplýsingalaga með hliðsjón af gögnum sem varða kæranda persónulega, auk ákvæða stjórnarskrár, einkum 71. gr. um friðhelgi einkalífs gagnvart einkalífsupplýsingum um aðra en kæranda í viðkomandi gögnum svo og ákvæði laga um þagnarskyldu.Í ljósi þess að ekki hafi verið tekin efnisleg afstaða til beiðni kæranda, dags. 25. júlí og 21. ágúst sl., á réttum lagagrundvelli, er í úrskurði ráðherra ekki talið hjá því komist að fella úr gildi hina kærðu ákvörðun og leggja fyrir þjóðskjalavörð að taka beiðni Kjartans Ólafssonar frá 25. júlí og 21. ágúst sl. til meðferðar og úrlausnar að nýju," segir í tilkynningunni. Fréttir Hleranir á kaldastríðsárunum Innlent Stj.mál Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Fleiri fréttir Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjá meira
Menntamálaráðherra hefur ákveðið að fella úr gildi ákvörðun þjóðskjalavarðar um að synja beiðni Kjartans Ólafssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Sósíalistaflokksins, um aðgang að gögnum um símahleranir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá menntamálaráðuneytinu.Fram kemur í tilkynningu frá ráðuneytinu að þjóðskjalavörður hafi byggt ákvörðun sína á því að í 2. ml. 1. mgr. 9. gr. laga um Þjóðskjalasafn Íslands segi að um aðgang að gögnum og skjölum sem upplýsingalög taki ekki til, skuli mælt fyrir um í reglugerð sem menntamálaráðherra setji, að fengnum tillögum þjóðskjalavarðar. Sú reglugerð hafi ekki verið sett og því geti þjóðskjalavörður ekki veitt frjálsan aðgang að umbeðnum gögnum.„Í úrskurði ráðherra segir m.a. að ekki sé hægt að fallast á það með þjóðskjalaverði að unnt sé að synja umræddri beiðni Kjartans Ólafssonar og þar með að byggja hina kærðu ákvörðun á því að umrædd reglugerð hafi ekki verið sett. Er þá höfð til hliðsjónar sú frumskylda stjórnvalda samkvæmt íslenskum stjórnlögum, að starfa á grundvelli þeirra réttarheimilda, sem í gildi eru á hverjum tíma og sjá um framkvæmd þeirra, enda eru allir jafnir fyrir lögum, sbr. 65. gr. Stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944. Fyrir liggur að reglugerð skv. 2. ml. 1. mgr. 9. gr. laga um Þjóðskjalasafn Íslands hefur ekki verið sett og skiljanlegt er að þjóðskjalaverði hafi verið vandi á höndum vegna þess við afgreiðslu hinnar kærðu ákvörðunar.Á hinn bóginn verður að telja að við töku hinnar kærðu ákvörðunar hafi þjóðskjalaverði borið að leggja mat á umbeðin gögn á grundvelli gildandi laga og viðurkenndra lagasjónarmiða. Koma þar einkum til skoðunar ákvæði laga um Þjóðskjalasafn Íslands, eftir því sem við á, jafnræðisregla 65. gr. stjórnarskrár og jafnræðisregla 1. mgr. 11. gr. stjórnsýslulaga með hliðsjón af þegar veittum aðgangi að umræddum gögnum til handa Guðna Th. Jóhannessyni, meginregla 9. gr. upplýsingalaga með hliðsjón af gögnum sem varða kæranda persónulega, auk ákvæða stjórnarskrár, einkum 71. gr. um friðhelgi einkalífs gagnvart einkalífsupplýsingum um aðra en kæranda í viðkomandi gögnum svo og ákvæði laga um þagnarskyldu.Í ljósi þess að ekki hafi verið tekin efnisleg afstaða til beiðni kæranda, dags. 25. júlí og 21. ágúst sl., á réttum lagagrundvelli, er í úrskurði ráðherra ekki talið hjá því komist að fella úr gildi hina kærðu ákvörðun og leggja fyrir þjóðskjalavörð að taka beiðni Kjartans Ólafssonar frá 25. júlí og 21. ágúst sl. til meðferðar og úrlausnar að nýju," segir í tilkynningunni.
Fréttir Hleranir á kaldastríðsárunum Innlent Stj.mál Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Fleiri fréttir Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjá meira