Erlent

Þjóðaratkvæði um vafamál

Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna.
Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna. MYND/AP

Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, segir að svo geti farið að hann boði til þjóðaratkvæðagreiðslna um ákvarðanir sem hann taki í tengslum við framtíð heimastjórnar Palestínumanna sem skipuð er Hamas-liðum. Ef stjórnarskrá taki ekki á tilteknum máli ætli hann að leita álits almennings. Þetta kom fram á fundi forsetans með blaðamönnum í dag.

Grunnlög Palestínumanna virka sem stjórnarskrá og heimila forsetanum að reka ríkisstjórnina. Ekki er þó tiltekið þar hvort honum leyfist að boða til kosninga fyrr en ráð er gert fyrir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×