Erlent

Getgátur um hver hafi verið 300 milljónasti Bandaríkjamaðurinn

MYND/AP

Fjölmiðlar frá Atlanta til San Francisco kepptust við að birta fréttir í dag þar sem greint var frá því hvar fæðingarstað 300 milljónasta Bandaríkjamannsins væri að finna. Þær fréttir stönguðust þó á. Flestir fjölmiðlar í Bandaríkjunum viðurkenna að erfitt verið að skera úr um svo óyggjandi sé hver hafi verið sá 300 milljónasti.

Þjóðskrá þeirra í Bandaríkjunum mat það sem svo að fjöldi Bandaríkjamanna hefði náð 300 milljóna markinu í gær kl. 11:46 að íslenskum tíma. Fjölmörg börn sem fæddust á þeirri mínútu eða þar um bil, frá Kalamazoo í Michigan til Tucson í Arizona og Saratoga í New York, voru útnefnd sem 300 milljónasti Bandaríkjamaðurinn.

Mikið hefur verið skeggrætt um hver hafi þokað íbúafjöldanum að þessu marki og margir telja það hafa verið dreng af rómönskum ættum ef marka megi íbúaþróun í Bandaríkjunum. Aðrir segja að um innflytjanda sé líkast til að ræða.

Yfirvöld í Bandaríkjunum ætla ekki að reyna að útnefna þann sem hér um ræðir úr þeim hópi fólks sem til greina komi.

Þegar Bandaríkjamenn urðu 200 milljónir áirð 1967 útnefndi tímaritið Life Robert Woo, Bandaríkjamann af Kínverskum ættu sem fæddist í Atlanta, sem 200 milljónasta Bandaríkjamanninn.

Bleyjuframleiðandinn Pampers hefur boðið 300 milljónasta barninu ævibirgðir af bleyjum. Talskona fyrirtækisins sagði í dag að ekki hefði enn verið tekið ákvörðun um hvaða nýfædda barn gærdagsins fengi verðlaunin, mörg komi til greina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×