Erlent

Stone ætlar að fjalla um bin Laden

Oliver Stone (tv.) og Nicolas Cage við tökur á myndinni World Trade Center.
Oliver Stone (tv.) og Nicolas Cage við tökur á myndinni World Trade Center.

Kvikmyndaleikstjórinn Oliver Stone ætlar næst að beina linsunni að stríðinu í Afganistan og leitinni að Osama bin Laden. Nýjasta mynd leikstjórans heitir World Trade Center og fjallar um hryðjuverkaárásirnar á Bandaríkin 11. september 2001.

Stone ætlar að fjalla um innrásina í Afganistan og leitina af bin Laden, leiðtoga Al-Qaeda hryðjuverkasamtakanna, sem stóðu að árásunum á Tvíburaturnana í New York og Pentagon í Washington.

Myndin verður að hluta byggð á bókinni Jawbreaker þar sem fjallað er um áhlaup bandarískra hermanna á höfuðvígi al-Qaeda liða í Tora Bora héraði í austurhluta Afganistans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×