Erlent

Lík þýsks drengs fundið eftir 2 daga leit

Lögreglumenn og kafarar leituðu drengsins nærri slysstaðnum.
Lögreglumenn og kafarar leituðu drengsins nærri slysstaðnum. MYND/AP

Lögregla í Fulda í Þýskalandi fann í dag lík 6 ára drengs sem hefur verið leitað í tvo daga. Móðir drengsins lést í bílslysi og var óvíst hvort drengurinn hefði verið í bílnum með henni þegar slysið varð.

Lögregla fann bílinn mikið skemmdan á engi um 200 metra frá næstu umferðargötu. Móðir drengsins kastaðist út úr bílnum og mun hafa látist samstundis. Lögregla hefur greint frá því að svo virðist sem ofsaakstur konunnar hafi valdið slysinu.

Þegar ættingjar mæðginanna fréttu af slysinu ver leitað fannst drengurinn ekki í herbergi sínu og ekki var vitað hvort hann hafði farið að erinda með móður sinni. Þegar hófst víðtæk leita af honum og voru vötn í nágrenni við slysstaðin slægð og leitað í nærliggjandi skóglendi.

Það var svo í dag sem lögregla fann teppi á bakka Gederner-vatns og síðan lík drengsins í vatninu. Svo virðist sem hann hafi kastast út úr bílnum þegar slysið varð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×