Erlent

Minnst 77 súdanskir hermenn druknuðu

Að minnsta kosti 77 súdanskir hermenn drukknuðu þegar gufubátur þeirra sökk eftir árekstur við farþgaferju á ánni Níl í Suður-Súdan í dag. Hermennirnir eru allir liðsmenn í ferlsisher fólksins í Súdan, eins og hann er kallaður, og fyrrverandi uppreisnarmenn. Einn hermaður til viðbótar týndi lífi þegar tveir björgunarbátar skullu saman nær slysstaðnum skömmu eftir að bátur hermannanna tók að sökkva.

Ekkert eftirlit er með ferðum báta um ár í Súdan og er það afleiðing borgarastyrjaldar sem geisað í landinu í 21 ár, eða þar til í fyrra þegar friðarsamkomulag tókst. Fréttaritari BBC á svæðinu segir að öryggis sé varla gætt um borð í flestum bátum á ferð í landinu. Kort og ljósabúnað hafi meðal annars vantað í bát hermannanna sem sökk.

Liðsmenn ferslishersins ráða lögum og lofum í suðurhluta landsins. Þar hefur borgarastyrjöldin skilið eftir sig mikla eyðileggingu og oft eina leiðin að sigla með ánum til að komast milli staða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×