Fatah- og Hamas-liðar ræðast við 19. október 2006 23:32 Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, ræðir við fréttamenn í Ramallah á Vesturbakkanum í dag. MYND/AP Fulltrúar Fatah-samtakann Mahmouds Abbas, forseta Palestínumanna, og Hamas-samtakann, sem sitja í heimastjórn Palestínumanna, áttu í kvöld fund á Gaza-svæðinu til að ræða aukin átök milli liðsmanna þessara tveggja samtaka. Óttinn við borgarastyrjöld er mikill að sögn ónafngreinds fulltrúa sem sat fundinn. Það voru háttsettir fulltrúar samtakanna sem ræddust við en þetta er fyrsti fundur háttsettra fulltrúa þessara fylkinga í margar vikur. Til átaka hefur komið milli liðsmanna Fatah og Hamas vegna baráttu fylkinganna um völd á landsvæði Palestínumanna. Til skotbardaga hefur komið á Gaza-svæðinu síðustu vikur sem hafa kostað minnst 19 mannslíf. Abbas forseti sagði í dag að hann myndir taka ákvarðanir um framtíð og örlög heimastjórnar Hamas-liða og taka á því öngstræti sem viðræður fylkinganna tveggja um skipan eins konar þjóðstjórnar væru komnar í. Þær viðræður sagði hann að renna út í sandinn vegna þess að Hamas-liðar neituðu að breyta viðhorfi sínu Ísraels-ríkis sem þeir viðurkenna ekki. Abbas hefur gefið til kynna að hann gæti gripið til þess ráðs að reka heimastjórnina og sagt að hann myndi leita stuðnings Palestínumanna við aðgerðir sínar með þjóðaratkvæðagreiðslu. Forsetinn sagði að teknar yrðu ákvarðanir um skipan stjórnar sem væri bundin arabískum og alþjóðlegum lögum svo hægt yrði að aflétta umsátri alþjóðasamfélagsins um landsvæði Palestínumanna og linna þjáningar þeirra. Saeed Seyman, innanríkisráðherra í heimastjórn Hamas, segir ljóst að Hamas-liðar myndu líta á slíkar aðgerir sem valdarán. Hamas-liðar tóku við völdum í mars en þá gripu Bandaríkjamenn og Evrópusambandið til refsiaðgerða. Bein aðstoð var stöðvuð, þar með talið fjárstuðningur sem heimastjórnin treystir á. Bandaríkjamenn, Evrópusambandið og Ísraelar flokka Hamas sem hryðjuverkasamtök. Þau verði að viðurkenna tilverurétt Ísraelsríkis, afneita ofbeldi og virða þá friðarsamninga sem séu í gildi áður en refsiaðgerðum verði aflétt. Erlent Fréttir Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Sjá meira
Fulltrúar Fatah-samtakann Mahmouds Abbas, forseta Palestínumanna, og Hamas-samtakann, sem sitja í heimastjórn Palestínumanna, áttu í kvöld fund á Gaza-svæðinu til að ræða aukin átök milli liðsmanna þessara tveggja samtaka. Óttinn við borgarastyrjöld er mikill að sögn ónafngreinds fulltrúa sem sat fundinn. Það voru háttsettir fulltrúar samtakanna sem ræddust við en þetta er fyrsti fundur háttsettra fulltrúa þessara fylkinga í margar vikur. Til átaka hefur komið milli liðsmanna Fatah og Hamas vegna baráttu fylkinganna um völd á landsvæði Palestínumanna. Til skotbardaga hefur komið á Gaza-svæðinu síðustu vikur sem hafa kostað minnst 19 mannslíf. Abbas forseti sagði í dag að hann myndir taka ákvarðanir um framtíð og örlög heimastjórnar Hamas-liða og taka á því öngstræti sem viðræður fylkinganna tveggja um skipan eins konar þjóðstjórnar væru komnar í. Þær viðræður sagði hann að renna út í sandinn vegna þess að Hamas-liðar neituðu að breyta viðhorfi sínu Ísraels-ríkis sem þeir viðurkenna ekki. Abbas hefur gefið til kynna að hann gæti gripið til þess ráðs að reka heimastjórnina og sagt að hann myndi leita stuðnings Palestínumanna við aðgerðir sínar með þjóðaratkvæðagreiðslu. Forsetinn sagði að teknar yrðu ákvarðanir um skipan stjórnar sem væri bundin arabískum og alþjóðlegum lögum svo hægt yrði að aflétta umsátri alþjóðasamfélagsins um landsvæði Palestínumanna og linna þjáningar þeirra. Saeed Seyman, innanríkisráðherra í heimastjórn Hamas, segir ljóst að Hamas-liðar myndu líta á slíkar aðgerir sem valdarán. Hamas-liðar tóku við völdum í mars en þá gripu Bandaríkjamenn og Evrópusambandið til refsiaðgerða. Bein aðstoð var stöðvuð, þar með talið fjárstuðningur sem heimastjórnin treystir á. Bandaríkjamenn, Evrópusambandið og Ísraelar flokka Hamas sem hryðjuverkasamtök. Þau verði að viðurkenna tilverurétt Ísraelsríkis, afneita ofbeldi og virða þá friðarsamninga sem séu í gildi áður en refsiaðgerðum verði aflétt.
Erlent Fréttir Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“