Erlent

Vopnahléð lítils virði í Balad í Írak

Héraðshöfðingjar í Tíkrít í Írak samþykktu vopnahlé á miðvikudaginn en það virðist ekki ætla að hafa mikil áhrif á gang mála.
Héraðshöfðingjar í Tíkrít í Írak samþykktu vopnahlé á miðvikudaginn en það virðist ekki ætla að hafa mikil áhrif á gang mála. MYND/AP

Nýumsamið vopnahlé í Balad, um 130 km norður af Bagdad, sem héraðshöfðingjar samþykktu á miðvikudaginn virðist ekki hafa mikil áhrif. Í gær létust níu manns þegar 15 sprengjum var varpað í árás á þorp súnnímúslima í nágrenni Balad-borgar. Borgin Balad er nokkurs konar eyja sjíamúslima á svæði sem er að mestu byggt súnnímúslimum.

Að sögn lögreglunnar í Balad réðust svartklæddir menn sem eru taldir hafa einhver tengsl við vopnaðar sveitir sjíamúslima inn í tvö súnníþorp í nágrenni borgarinnar.

Vopnahléð var samþykkt eftir að 95 manns létust á svæðinu á aðeins fimm dögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×