Erlent

Pútín í vandræðum eftir misheppnaðan brandara

MYND/AP

Valdímír Pútín, forseti Rússlands, virðist í slæmum málum í heimalandinu eftir heldur misheppnaðan brandara sem fréttamenn áttu ekki að heyra. Pútín var á blaðamannafundi með Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, á dögunum og í lok hans mátti heyra Pútín biðja Olmert fyrir kveðju til forseta Ísraels, Moshe Katsav.

Þegar slökkt hafði verið á hljóðnemanum heyrði einn fréttamannanna á fundinum Pútín segja hversu merkur maður Katsav væri og að hann væri öfundaður alls staðar. Sem kunnugt er hefur Katsav verið sakaður um að hafa nauðgað nokkrum konum úr starfsliði sínu. Talsmenn Moskvustjórnar hafa reynt að gera lítið úr orðum Pútíns og sagt að rússneska sé svo flókið mál að þýðingar endurspegli ekki rétta merkingu brandarans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×