Erlent

Ryan Air reynir að stækka við sig

Fyrir tveimur vikum bauð lággjaldaflugfélagið Ryan Air í írska flugfélagið Aer Lingus. Á fréttamannafundi sem Ryan Air hélt í dag kom fram að ef af kaupunum yrði myndi starfsmönnum hjá Aer Lingus fækkað þar sem það væri ein af leiðunum til þess að lækka rekstrarkostnað flugfélagsins.

Stærsti hluthafinn í Aer Lingus, írska ríkisstjórnin, sem og stjórn Aer Lingus og starfsmannafélag þess, eru öll á móti tilboðinu. Þau telja að ef tilboðinu verði tekið muni Ryan Air ná einokunarstöðu á markaði flugfélaga í Írlandi, sem Ryan Air neitar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×