Erlent

Samveldið samþykkir niðurstöðu kosninga í Gambíu

Kosningaeftirlitsmenn breska samveldisins hafa samþykkt niðurstöður forsetakosninga í Gambíu sem fram fóru 22. september síðastliðinn. Þetta minnsta ríki meginlands Afríku hefur verið undir stjórn sigurvegara kosninganna, Yahya Jammeh síðan hann tók völdin í uppreisn árið 1994. Andstæðingar hans hafa bent á mikla óreglu í kringum kosningarnar og þá sérstaklega að her- og lögreglumenn hafi ógnað fólki og fréttamönnum fyrir kosningar.

Kosningaeftirlitsmennirnir samþykkja þó niðurstöðurnar eins og áður sagði og vonast eftir því þær eigi eftir að auka veg lýðræðis í landinu. Jammeh hefur þó aðrar hugmyndir um lýðræði "Í lýðræði ræður meirihlutinn þannig að minnihlutinn á vitanlega að hætta allri mótstöðu við stjórnvöld". Hann hnykkti síðan út með því að lýsa því yfir að þar sem kosningum væri lokið gætu þeir lagt stjórnmálin til hliðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×