Erlent

Orkumálum ekki blandað í deilur um stjórnmál

Vladimír Pútín, Rússlandsforseti, svarar spurningu fréttamanns á fundi í Lahti í Finnlandi í dag. Með honum eru Matti Vanhanen, forsætisráðherra Finnlands, og Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar ESB.
Vladimír Pútín, Rússlandsforseti, svarar spurningu fréttamanns á fundi í Lahti í Finnlandi í dag. Með honum eru Matti Vanhanen, forsætisráðherra Finnlands, og Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar ESB. MYND/AP

Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, og Vladimír Pútín, Rússlandsforseti, sammæltust um það í dag að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir að orkuviðskipti sambandsins og Rússlands verði dregin inn í deilur þeirra á vettvangi stjórnmálanna í framtíðinni. Þetta kom fram þegar þeir ræddu við blaðamenn eftir fund sinn í Lahti í Finnlandi í dag. Leiðtogafundur Evrópusambandsríkjanna er haldinn þar.

Pútín segir mikilvægt að skýra frekar forsendur orkusamnings áður en Rússar staðfesti hann. Það þurfi að gera með nýju samkomulagi við ESB. Hann segist viss um að hægt verði að komast að samkomulagi sem báðir aðilar sætti sig við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×